VÖRURNAR

Hundafóður pressað úr hráefni í hæsta gæðaflokki

Wooof býður upp á hundafóður sem framleitt er úr náttúrulegum afurðum í hæsta gæðaflokki. Í Wooof fóðrinu mætast náttúran og næringarfræði. Fóðrið samanstendur af gaumgæfilega völdum hráefnum sem stuðla að heilbrigðum þroska og heilsu hundsins þíns.

Í samvinnu við fremstu næringarfræðinga Hollands, hefur Wooof hannað fimm tegundir af hundafóðri sem henta öllum hundum, stórum og smáum, með hverskyns sérþarfir. 

FRAMLEIÐSLAN

Hvers vegna ættir þú að velja pressaða bita?

Fóður sem framleitt er í pressuðum bitum þarfnast minni orkunotkunar og eru skaðleg áhrif framleiðslunnar á umhverfið því minni. Þar að auki gerir þessi framleiðsluaðferð það að verkum að hráefnin sem notuð eru halda næringargildi sínu þar sem bitunum er haldið undir 100°C í gegnum allt framleiðsluferlið.

Með þessum hætti er tryggt að öll vítamín, steinefni og önnur efni haldist í fóðrinu. Pressaðir bitar eru auðmeltanlegir þar sem þeir leysast upp í maganum á mun skemmri tíma en fóður sem framleitt er á hefðbundinn hátt.

HEILNÆMT FÓÐUR

Hvers vegna ættir þú að velja pressaða bita?

Í öllu hundafóðri frá Wooof má finna fullkomið jafnvægi réttra vítamína og steinefna sem stuðla að heilbrigði hundsins þíns. Nákvæma lýsingu á vítamínum og steinefnum fyrir hvert fóður má finna í innihaldslýsingu á vörusíðunni.

PRÓTEIN

Nautakjöt, lambakjöt og alifuglakjöt

Aðal próteingjafarnir í Wooof fóðrinu eru nautakjöt, lambakjöt, alifuglakjöt eða fullkomin blanda þessara tegunda. Allar Wooof vörur eru rekjanlegar, sem þýðir að hægt er að komast að uppruna allra innihaldsefna og auk þess eru innihaldsefnin úr mestu gæðum sem völ er á.

KOLVETNI

Jafnvægi

Wooof notar eingöngu hágæða kolvetni í sína framleiðslu. Með því að reikna út rétt hlutfall hágæða kolvetna, vítamína, steinefna, próteina og fitu, býður Wooof upp á heildstæða og heilnæma máltíð fyrir hundinn þinn.